Hvaða upplýsingum er safnað á síðunni?
Við söfnum þeim upplýsingum sem þú lætur í té þegar þú hefur samband við síðuna. Það er nafn þitt, kennitala og netfang.
Hvernig söfnum við upplýsingum?
Þegar þú hefur samband berast þínar uppgefnu upplýsingar á netfang sem er tengt síðunni (sbr liðinn hér að ofan).
Við notum vefkökur til að telja umferð inn á síðuna en geymum engar frekari upplýsingar um þá sem heimsækja síðuna.
Af hverju söfnum við þessum upplýsingum?
Upplýsingar um þá sem hafa samband vegna þjónustu eru geymdar til að hægt sé að vera í samskiptum við þá og hugsanlega til að bjóða upp á framtíðar samskipti.
Upplýsingar um umferð um síðuna er safnað og geymt til að hægt sé að bæta og efla þjónustu.
Hvernig eru upplýsingar geymdar og deilt?
Vefsíðan er hýst hjá wix.com. Engar greiðsluupplýsingar fara í gegn um wix.com heldur færðu upplýsingar í gegn um tölvupóst ef þú þarft að millifæra á reikning vegna þjónustu. Ef þú greiðir með greiðslukorti færðu sendan öruggan vottaðan hlekk frá greiðslukortafyrirtæki í tölvupósti.
Persónuupplýsingar um þig gætu verið vistaðar hjá wix.com en þær eru varðar með eldvegg.
Hvernig höfum við samskipti við viðskipavini?
Við höfum samskipti með tölvupósti eða með netspjalli í gegn um skype, messenger eða facetime.
Sjúkrasaga og meðferðaráætlun er geymt á skjali og í möppu sem er læst með lykilorði í tölvu sem er varin með lykilorði.
Get ég látið eyða upplýsingum um mig?
Ef þú vilt ekki lengur að við geymum upplýsingar um þig, hafðu samband við okkur á netfangið kvenheilsa@gmail.com og við munum eyða öllum upplýsingum um þig. Undantekning frá þessu er sjúkraskrá. Ef þjónusta við þig hefur innifalið að tekin er sjúkrasaga og meðferðaráætlun er útbúin má lögum samkvæmt ekki eyða slíkum upplýsingum.
Breytingar á persónuverndarstefnu.
Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessum upplýsingum ef á þarf að halda eða ef lög og reglur krefjast.
Ef þú hefur spurningar varðandi upplýsingar á síðunni sem tengjast þér:
Hafðu samband á netfangið kvenheilsa@gmail.com