top of page

Sjúkraþjálfun fyrir konur og karla

Dr. Þorgerður Sigurðardóttir
Sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun
(með áherslu á grindarbotn)
Meðferðarúrræði fyrir bæði karla og konur

Um mig

Ég útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1985. Lauk meistaragráðu í líf- og læknavísindum árið 2009 og hlaut sérfræðiviðurkenningu frá Landlæknisembættinu árið 2011. Ég lauk doktorsnámi árið 2020 þar sem rannóknarefni mitt sneri að heilsu kvenna og áhrifum fæðingar á grindarbotn. Þar skoðaði ég líka hvort sjúkraþjálfun og fræðsla geti bætt heilsu og lífsgæði kvenna á þessu mikilvæga skeiði lífsins. Auk þess gerði ég rannsókn á fæðingarútkomu afreksíþróttakvenna borið saman við konur sem ekki æfa markvisst.

 

Ég er einn þriggja eiganda Táps sjúkraþjálfunar í Kópavogi. Þar starfar valinkunnur hópur sjúkraþjálfara. 

Auk starfa á stofunni býð ég upp á netsjúkraþjálfun og ráðgjöf. Slík þjónusta gæti hentað þeim sem eiga ekki heimangengt og/eða búa langt frá höfuðborgarsvæðinu.

​Ég er stundakennari við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.

Sjúkraþjálfun

Eins og er býð ég ekki upp á netsjúkraþjálfun. 

Til að koma í sjúkraþjálfun er best að hafa samband við Táp sjúkraþjálfun sími 564-5442 eða óska eftir tíma eða skráningu á biðlista með því að hafa samband á netfangið tap@tap.is

Contact
bottom of page